Böðvar Þórisson hefur verið ráðinn til starfa sem forstjóri Emmesís.

Núverandi forstjóri Emmessís og einn af hluthöfum félagsins, Snorri Sigurðsson, hefur sagt upp störfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Emmessís.

Snorri mun áfram eiga sæti í stjórn Emmessís ásamt fulltrúum eiganda en félagið er í eigu Fjárfestingasjóðsins Arev N1 ásamt samstarfsmönnum sjóðsins sem m.a stóðu saman að stofnun og rekstri Sólar ehf.

Böðvar hefur frá árinu 2005 starfað sem framkvæmdastjóri í Sjóvá og borið þar ábyrgð á þjónustu, sölu og afkomu á viðskiptum til einstaklinga ásamt rekstri útibúa og umboðsneti félagsins.

Böðvar starfaði áður um árabil hjá Medcare Flögu hf., síðast sem forstjóri Medcare Gmbh í Þýskalandi ásamt því að vera ábyrgur fyrir allri sölu- og markaðsstarfsemi utan Bandaríkjanna.

Áður en Böðvar hóf störf hjá Flögu starfaði hann hjá FBA-fjárfestingabanka og Seðlabanka Íslands. Böðvar er hagfræðingur að mennt, fæddur árið 1966.