*

mánudagur, 21. september 2020
Erlent 15. júní 2020 10:32

BP afskrifar 17 milljarða dollara

Olíurisinn BP hefur lækkað verðspár á olíu um 30% og afskrifar því allt að 17,5 milljörðum dollara af eignum.

Ritstjórn
epa

Olíufyrirtækið BP spáir lægra olíuverði á næstu áratugum vegna áætlana stjórnvalda víðs vegar um heim að draga úr kolefnislosun. Fyrirtækið hefur lækkað verðspár um 30% og spáir því að hver tunna af Brent hráolíu muni kosta 55 dollara, eða 7.450 krónur, að meðaltali til ársins 2050. BBC segir frá.

BP hefur tilkynnt að vegna lægri verðspáa muni fyrirtækið niðurfæra virði eigna þess um 13 til 17,5 milljarða dollara, eða um 1,8 til 2,4 billjónir íslenskra króna.  Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um fyrirhugaðar uppsagnir á 15% af vinnuafli þess eða um 10 þúsund manns

Sjá einnig: Olíuverð ekki verið lægra í 21 ár 

Fyrirtækið segist hafa „vaxandi væntingar um að tilfærslan í kolefnisminna hagkerfi og orkukerfi verði hraðari í kjölfar faraldursins þar sem þjóðir munu vilja byggja sig betur upp svo að hagkerfi þeirra verði þrautseigari í framtíðinni.“ 

Stikkorð: Olía BP Brent hráolía