Olíurisinn BP hagnaðist um 54 milljarða dala, jafnvirði jafnvirði 6.800 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er einum milljarði dala minna en félagið hagnaðist um á sama tíma árið 2011. Afkoman er yfir væntingum markaðsaðila. Stjórnendur BP hafa tekið reksturinn í gegn eftir mannskætt olíuslys í Mexíkóflóa vorið 2010, m.a. hafa þeir selt helmingshlut BP í olíufyrirtækinu TNK-BP.

Ætla má að BP þurfi á peningunum að halda en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stefndi fyrirtækinu til að greiða 54 milljarða dala í bætur vegna olíuslysins í Mexikóflóa. Slysið varð þegar olía lak úr borholu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í borpalli BP. Ellefu manns létust í slysinu sem er eitt mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna.