Olíufyrirtækið BP hyggst segja upp 15% af vinnuafli sínu til að bregðast við þeirri niðursveiflu sem skapaðist í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Þessi niðurskurður er í samræmi við stefnu félagsins um að skipta úr olíu og gasi yfir í endurnýjanlega orku. Frá þessu er greint á vef Reuters .

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bernard Looney sagði á starfmannafundi að fyrirtækið hyggist segja upp 10.000 starfsmönnum af þeim 70.100 sem starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið mun aðallega skera niður á skirfstofum og í framlínu. Þá mun um það bil fimmtungur af störfunum sem munu hverfa vera á Bretlandi.

Verð á hlutabréfum í BP hækkaði um 3,3% í dag en Looney tilkynnti einnig að frekari niðurskurður hjá fyrirtækinu sé í skoðun.