Olíufyrirtækið BP, sem er eigandi olíuborpallsins í Mexíkóflóa sem skemmdist í sprengingu með þeim afleiðingum að versta mengunarslys í meira en hálfa öld varð í kjölfarið í Mexíkó, tapaði 4,9 milljörðum dollara á síðasta ári. Það jafngildir um 568 milljörðum króna. Tapið er rakið nær alfarið til slyssins og ábyrgðagreiðslna sem BP þurfti að greiða vegna þess.

Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu áður en þá græddi félagið 13,8 milljarða dollara eða sem nemur um 1.600 milljörðum króna. Það er rúmlega árs landsframleiðsla á Íslandi.