Olíufélagið BP tilkynnti í stuttri tilkynningu í dag að óskuldbindandi tilboð hafi borist í hlut BP í olíufyrirtænu TNK-BP í Rússlandi og það tilboð sé nú til skoðunar.

Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, segir að heimildir hermi að eitt tilboða komi frá ónefndu rússnesku ríkisfyrirtæki.

TNK-BP er í dag í eigu BT, Alfa-Access-Renova og hóps rússneskra auðkýfinga.