bpo innheimta er nýtt innheimtufyrirtæki hér á Íslandi, stofnað í samstarfi við bpo í Bretalandi. bpo sérhæfir sig í innheimtulausnum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu.

bpo collection er stórt innheimtufyrirtæki í Bretlandi og Evrópu að sögn Guðlaugs Magnússonar sem er framkvæmdastjóri og eigandi bpo á Íslandi.

Guðlaugur hefur mikla reynslu í innheimtu og fjármálaráðgjöf, en hann hefur starfað við það síðustu 11 árin. Einnig lauk hann námi við Fjarmála- og rekstrarfræði í HR.

Hann segir að með nýjum aðferðum í innheimtulausnum, sé hægt að sérsníða þjónustuna fullkomlega að þörfum hvers og eins viðskiptavinar sem skili sér í betri innheimtu fyrir alla aðila. Þá segir hann kröfuhöfum bjóðast löginnheimta sér að kostnaðarlausu í fyrsta skipti á Íslandi.

„Við tökum vel á móti öllum fyrirtækjum og öðrum kröfuhöfum sem vilja ná árangri í kröfustýringu sinna krafna sem og auka lausafjárstöðu sína. Ef innheimtu er þörf höfum við lausnina og leiðina. Öll þjónusta bpo innheimtu er kröfuhöfum að kostnaðarlausu, það er engin mánaðargjöld, árgjöld eða niðurfellingarkostnaður og erum við þau einu á Íslandi sem bjóða það núna," segir Guðlaugur.