Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um framkvæmd peningastefnunnar að loknu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn komi út í næsta mánuði. Þar verður farið yfir þá kosti sem Ísland stendur frammi fyrir. BODY { FONT-FAMILY:Tahoma; FONT-SIZE:10pt } P { FONT-FAMILY:Tahoma; FONT-SIZE:10pt } DIV { FONT-FAMILY:Tahoma; FONT-SIZE:10pt } TD { FONT-FAMILY:Tahoma; FONT-SIZE:10pt } „Við erum smá að færast af þessu gengismarkmiði," sagði Már. Spurningin væri hvað tæki við. Verður farið aftur á einhvers konar verðbólgumarkmið og hvað verður þá öðruvísi en áður og hvað annað þarf líka að koma til.

Einnig verður horft til lengri tíma með hliðsjón af viðræðum við Evrópusambandið og hvað gerist ef Ísland verður aðili að myntbandalagi ESB. Það sé hins vegar langtímamál og leysi ekki peningastefnuna af hólmi þegar samstarfi við AGS lýkur.