Eimskip hefur birt bráðabirgðahluthafalista en einungis einn fjárfestir sem tók þátt í loka útboði félagsins, sem fram fór fyrir helgi, er á meðal 10 stærstu hluthafa félagsins á þeim lista. Listinn byggir á áskriftum úr lokuðu útboði og hluthafalista Eimskips frá Verðbréfaskráningu Íslands þann 26.október 2012.

Landsbanki Íslands (Slitastjórn Landsbankans) var sem kunnugt er stærsti einstaki hluthafinn í Eimskipi með um 30% hlut en á nú 12,4%. Yucaipa átti (í gegnum tvo sjóði) um 25% hlut og á enn en eins og Viðskiptablaðið greindi frá á forsíðu sinni sl. fimmtudag hætti Yucaipa við að selja sinn hlut í félaginu.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er nú næst stærsti hluthafinn í Eimskipi með tæpan 15% hlut.

    Bráðbirgðahluthafalisti í Eimskip.
    Bráðbirgðahluthafalisti í Eimskip.
    © vb.is (vb.is)