Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og er megin ástæðan talin hrun gengis breska fasteignalánabankans Bradford & Bingsley talin ein meginástæðan að sögn Reuters fréttastofunnar.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 1,1% en það voru helst bankar of fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins.

The FTSEurofirst 300 index of top European shares fell 1.1 percent to close at 1,319.13 points.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,75%, í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,2% og í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 1,3%.

Þá lækkaði CAC 40 vísitalan í París um 1,6% en í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 0,6%.

Í Osló stóð OBX vísitalan í stað en í Kaupmannahöfn lækkað OMXC vísitalan um 1%.