Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri birti í hádeginu færslu á Facebook þar sem hann gleðst yfir nýrri könnun Gallup. Í henni mældist traust til Seðlabankans 62% en árið áður mældist það 45%. Þetta er „heljastökk“ frá árinu 2019, eins og Ásgeir orðar það, þegar traustið mældist 31%.

„Ég sem seðlabankastjóri er bæði auðmjúkur og glaður við þessar fregnir. Þetta er árangur sem allt starfsfólk Seðlabankans á saman. Þessu trausti fylgir einnig mikil ábyrgð – að við getum staðist þær væntingar sem til okkar eru gerðar,“ segir Ásgeir.

Hann líti jafnframt á þessa mælingu sem viðurkenningu á störfum „hins nýja banka“ á þessum erfiðu tímum og vísar þar til sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í byrjun síðasta árs. Einnig sé þetta vitnisburður um nýtt traust á íslensku krónunni.

Að lokum segist hann handviss um að Ísland komist bratt út úr Covid-kreppunni. „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga - sæta langa sumardaga,“ segir Ásgeir og lætur fylgja með mynd af honum á Berserkjagjötunni þar sem hann á „ófá sporin“.

Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta...

Posted by Ásgeir Jónsson on Monday, 22 February 2021