*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 5. mars 2016 13:32

Brandenburg hlaut flesta Lúðra

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flest verðlaun á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum.

Ritstjórn

Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í gærkvöldi í þrítugasta sinn. Verðlaunahátíðin er eins konar uppskeruhátíð auglýsingastofa og auglýsenda á Íslandi þar sem verðlaunaðar voru bestu auglýsingar ársins 2015.


Brandenburg fékk flest verðlaun eða alls þrjá Lúðra og var stofan einnig með flestar tilnefningar eða 16 talsins. Á eftir þeim var Íslenska auglýsingastofan og Kontor Reykjavík með tvo og stofurnar ENNEMM, Jónsson & Le’macks, H:N markaðssamskipti, Reykjavík Letterpress og Manhattan fengu einn Lúður hver. Pipar/TBWA var valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð.