Virgin America, lággjaldaflugfélag flugfélag Richard Bransons, hefur loksins fengið grænt ljós frá yfirvöldum í Washington og mun geta hafið rekstur í sumar að því gefnu að flugfélagið uppfylli öryggisskilyrði.

Upphaflega höfnuðu samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum umsókn Virgin America um að hefja flugrekstur sökum þess að tengsl þess yfir Virgin Group þóttu brjóta í bága við þau lög sem takmarka áhrif útlendinga í rekstri þarlendra flugfélaga. Til þess að uppfylla skilyrðin þurfti Virgin að endurskipuleggja eignartengslin þannig að einsýnt væri að útlendingar réðu ekki yfir meira en fjórðungi hlutabréfa og slíta eignartengsl við Virgin Atlantic og Virgin Group.

Stefnt er að því að Virgin America muni hefja rekstur í sumar og mun því Branson fá aðgengi að stærsta farþegaflugmarkaði heims. Flugfélagið mun nota flota af Airbus A319 og A320 flugvélum og í fyrstu fljúga beint á milli San Francisco og New York. Gert er ráð fyrir að áfangastöðum verði fjölgað hratt og áætlanir félagsins miðast við að áfangastöðum fjölgi um tíu á fyrsta rekstrarárinu. Með þeirra eru San Diego, Washington og Las Vegas.