Saudí Arabía er að reyna að skaða endurnýjanlega orkugjafa með því að lækka olíuverð og leggja verður á kolefnisgjald á olíu. Þessu heldur breski athafnamaðurinn Richard Branson fram við Guardian .

Olíuverð er orðið tæpir 60 dalir á tunnuna og hefur ekki verið lægra frá miðju ári 2009 en það fór niður niður fyrir 35 dali þegar fjárkreppan reið yfir á árunum 2007 og 2008.

Branson segir að Sádar hafa gert þetta áður. Þeir vilji ekki aðeins skaða bergbrotsiðnaðinn (e. schale gas/oil) í Bandaríkjunum heldur einnig þá sem stunda viðskipti með hreina orku.

Branson hefur fjarfest í hreinum orkugjöfum fyrir hundruð milljóna punda á undanförnum árum og hefur því verulega hagsmuni af umræðuefninu.