Viðskiptajöfurinn Richard Branson ætlar að selja 22% hlut sinn í Virgin Galactic til að afla fé fyrir frístunda og ferðamanna fyrirtæki innan Virgin, þar á meðal Virgin Atlantic. Samkvæmt BBC nemur virði bréfanna sem fara í sölu um 500 milljónir dollara eða um 73,5 milljarða króna.

Branson hefur verið mikið í umræðunni í Bretlandi síðan hann sóttist eftir ríkistryggðu láni fyrir flugfélagið Virgin Atlantic fyrir rúmum mánuði síðan. Atlantic tilkynnti í síðustu viku að það ætlar að segja upp 3.000 starfsfólki og hætta allri starfsemi á Gatwick flugvellinum.

Virgin Galactic er geimferðafyrirtæki sem Branson stofnaði árið 2004. Galactic var skráð í kauphöllina í New York þann 28. október 2019 og er metið í dag á rúmar 607 milljarða króna.