Brasilíska fyrirtækið Embraer, þriðji stærsti flugvélaframleiðandi heims, hyggst fjárfesta í tveimur nýjum verksmiðjum í Portúgal fyrir allt 148 milljónir evra.

Önnur verksmiðjan mun framleiða stóra íhluti í flugvélar, t.d. vængi, á meðan hin mun framleiða það sem þarf til að smíða flugvélarstél. Framleiðsla í fyrrnefndu verksmiðjunni á að hefjast á árinu 2011 en í þeirri síðarnefndu árið 2012.

Forstjóri Embraer sagði að ekki stæði til að hefja framleiðslu heilla flugvéla í Portúgal, en það væri þó vel hugsanlegt að af því yrði einhvern tíman í framtíðinni.