*

laugardagur, 28. nóvember 2020
Innlent 15. nóvember 2020 12:02

Brauð og co úr hagnaði í tap

Rekstrartekjur bakarískeðjunnar Brauð og co jukust úr 700 milljónum króna í 786 milljónir króna á milli áranna 2018 og 2019.

Ritstjórn
Birgir Þór Bieltvedt fjárfestir og veitingamaður.
Haraldur Guðjónsson

Rekstrartekjur bakarískeðjunnar Brauð og co jukust úr 700 milljónum króna í 786 milljónir króna á milli áranna 2018 og 2019. Afkoma félagsins snerist úr 7 milljóna króna hagnaði í 15 milljóna króna tap á milli ára.

Eigið fé nam 74 milljónum um áramótin og eignir 252 milljónum króna.

Brauð og co var stofnað árið 2015 og rekur sjö bakarí á höfuðborgarsvæðinu.

Eyja fjárfestingafélag, í eigu hjónanna Eyglóar Kjartansdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt, á meirihluta í Brauð og co.