Bandaríski fjárfestirinn Muriel Sparks er látin, áttræða að aldri. Sparks var brautryðjandi í röðum kvenna en hún var fyrsta konan konan til að stýra fjármálafyrirtæki og taka sæti í stjórn fyrirtækis á Wall Street.

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir um Sparks á vef sínum að hún hafi verið talsmaður kvenna á Wall Street og hvatt til aukins fjármálalæsis. Blaðið rifjar upp að í ævisögu hennar komi fram að Sparks hafi í upphafi ferils síns á sjötta áratug síðustu aldar hafi hún átt sér þann draum að fá sömu laun og karlmenn. Vinur hennar hafi sagt henni að eina leiðin til þess væri að næla sér í sæti í kauphöllinni. Það hafi hún gert.