Hlutabréfaverð Apple hefur lækkað veruleg þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um kipp í hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þessu greinir BBC frá.

Hlutabréf Apple þegar markaðurinn opnaði mældist 5,8% lægri og var 123,21 dollarar. Markaðsverð Apple lækkaði þá um 50 milljarða. Fjárfestar voru ekki sáttir með framtíðar tekjuspá.

Lækkunin átti sér stað þrátt fyrir það sem forstjóri Apple Tim Cook kallaði stórkostlegan ársfjórðung, þegar uppgjör var kynnt fyrir mánuðina þrjá fram að 27. júní.

Hagnaður Apple á ársfjórðungnum hækkaði um 38% milli ára og tekjur hækkuðu um 33%.

Apple seldi 47,5 milljónir iPhone síma á timabilinu sem var 35% aukning milli ára.