*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 7. júní 2021 17:32

Bréf Arion hækka og hækka

Bréf Arion banka hækkuðu um 2,56% og hafa aldrei verið hærri, sama dag og Íslandsbanka hóf hlutafjárútboð sitt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Arion banka hækkaði um 2,56% í viðskiptum dagsins, mest allra félaga í Kauphöllinni, sama dag og samkeppnisaðilinn Íslandsbanki birti skráningarlýsingu og hóf hlutafjárútboð sitt.

Bréf Arion banka standa nú í 140 krónur á hlut og er það hæsta dagslokagengi félagsins frá skráningu á markað. Hlutabréfaverð bankans hefur hækkað um 6,6% undanfarinn mánuð, um 46% frá áramótum og 115% undanfarið ár.

Alls nam velta með hlutabréf í Kauphöllinni 4 milljörðum króna og þar af námu viðskipti með bréf Arion banka 2,8 milljörðum króna.

Átta félög á aðalmarkaði hækkuðu í dag en átta félög lækkuðu og þrjú stóðu í stað. 

Síminn hækkaði næst mest eða um 1,64% og þá Eik um 1,29%. Alls hækkaði úrvalsvísitalan um 0,92% í viðskiptum dagsins en stærsta félagið Marel hækkaði um 0,46% í fremur lítilli veltu. 

Stikkorð: Arion banki