OMXI10 úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á aðalmarkaði nam 5,6 milljörðum króna.

Þriðjungur veltunnar var með bréf í Skel fjárfestingafélagi, sem lækkaði um 3%. Stendur gengi félagsins nú í 16 krónum.

Þá lækkaði gengi bréfa Iceland Seafood um 5%, mest allra félaga á markaði, og stendur gengið í 6,55 krónum. Gengi félagsins hefur ekki verið lægra síðan í byrjun árs 2018.

Gengi bréfa Kviku hækkaði um 2,55% í 460 milljóna veltu. Þá hækkaði Íslandsbanki um 1,6% og Arion um 1,2%.