Úrvalsvísitalan (OMXI10) lækkaði um rúmlega 1,1% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 2.325 stigum. Heildarvelta dagsins nam 2,1 milljarði króna í 363 viðskiptum en mest lækkuðu bréf Icelandair í mestri veltu, um 2,75% í 349 milljóna króna veltu. Bréf Icelandair hafa hækkað mest í mestum viðskiptum þrisvar á undanfarinni viku.

Bréf Brims hækkuðu um sex prósent í næst mestri veltu sem nam 340 milljónum. Bréf Brims standa í 48,65 krónum en félagið birti árshlutauppgjör eftir lokun markaða í gær. Brim hagnaðist um 2.600 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2020 sem er 10% samdráttur milli ára. Eimskip birti einnig uppgjör eftir lokun markaða í gær en bréf félagsins tóku ekki breytingum í dag.

Alls lækkuðu hlutabréf níu félaga sem skráð eru á aðalmarkaði. Bréf sjö félaga hækkuðu og bréf þriggja félaga héldust í stað. Næst mest hækkuðu bréf Sýnar um tvö prósent í 46 milljóna króna veltu.

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 4,7 milljörðum króna í 59 viðskiptum. Mest hækkaði ávöxtunarkrafa skuldabréfa Reykjavíkurborgar sem eru á gjalddaga árið 2032 eða um 20 punkta. Bréfin eru verðtryggt og ber 1,09% ávöxtunarkröfu.