Hlutabréfavísitölur í Evrópu tóku við sér eftir að fréttir bárust af hugsanlegum samrunum á evrópskum bankamarkaði.

Sérfræðingar segja samruna Deutsche Postbank við annan þýskan banka áhugaverðan - en erfiðan í framkvæmd.

Gengi bréfa í Deutsche Postbank, stærsta viðskiptabanka Þýskalands, hækkuðu mest um 11% í gærmorgun í kjölfar fréttar Financial Times Deutschland um hugsanlegan bankasamruna. Deutsche Postbank er í meirihlutaeigu Deutsche Post World Net.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .