Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,22% í dag og stendur nú í 1.999,86 stigum. Heildarviðskipti dagsins námu 1,9 milljörðum króna.

Mest hækkuðu bréf Eimskip eða um 4,3% og eru nú í 182 krónum. Næst mest hækkun var á bréfum tryggingarfélagsins TM sem hækkaði um 0,79% í viðskiptum upp á 64 milljónir. Bréf Össurar, sem er skráð á dönsku kauphöllina, hækkuðu um 3,73%.

Sex félög lækkuðu í virði en mest lækkuðu bréf Heimavalla eða um 5,83% en viðskipti bréfanna nam 31 milljón króna. Næst mest lækkuðu bréf Festi eða um 0,81% og standa nú í 122 krónum. Bréf Icelandair lækkuðu um 0,74%.

Á First North markaðnum var ein breyting en Icelandic Seafood International lækkaði um 0,82% og standa bréf félagsins því í 9,64 krónum.