Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,46% í 898,8 milljóna króna viðskiptum í dag. Gengi bréfa Marels hækkaði um 0,63% og Icelandair um 0,17%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa Eimskips um ein 2,53% og Össurar um 1,66%. Mest velta var með bréf Icelandair, eða 329,7 milljónir og Eimskips eða 289,2 milljónir.

Skuldabréfavísitala GAMMA hreyfðist lítið í viðskiptum dagsins í dag og hækkaði aðeins um 0,02%. Verðtryggði hluti vísitölunnar hreyfðist ekkert, en sá óverðtryggði hækkaði um 0,10%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 6,2 milljörðum króna. Í vikunni hækkaði GAMMA vísitalan um 0,03%, verðtryggði hlutinn veiktist um 0,17% en sá óverðtryggði styrktist um 0,60%.