*

miðvikudagur, 28. október 2020
Innlent 16. október 2020 11:50

Bréf Eimskips rétta úr kútnum

Hlutabréf Eimskips hafa hækkað um 7% það sem af er degi og 17% í þessari viku.

Ritstjórn
Hlutabréf Eimskips hafa hækkað töluvert í þessari viku.
Aðsend mynd

Það sem af er degi hafa hlutabréf Eimskips hækkað um 7% í 40 milljóna króna viðskiptum. Bréfin standa í nú í 160 krónum hvert og er markaðsvirði félagsins um 30 milljarðar króna. Markaðsverð bréfanna hefur ekki verið jafn hátt síðan í febrúar á þessu ári en lægst hafa þau farið í 124 krónur á þessu ári.

Sjá einnig: Eimskip talið undirverðlagt

Á mánudag var birt verðmat fyrir Eimskip þar sem hvert hlutabréf var metið á 195 krónur. Við lokun markaða á mánudag stóðu hlutabréf Eimskips í 136 krónum hvert og hafa því hækkað um 17 prósentustig síðan þá. Í upphafi árs var markaðsvirði bréfanna tæpleg 190 krónur og hafa þau því lækkað um 16% það sem af er ári.

Þegar þetta er skrifað hefur vísitalan hækkað um fimmtung af prósentu í viðskiptum dagsins og hefur hún aldrei verið hærri. Bréf Icelandair hafa hækkað um ríflega tvö prósent og standa þau í 0,96 krónum.

Stikkorð: Eimskip hlutabréfaverð verðmat