Icelandair lækkaði mest allra skráðra félaga í dag eða um 3,66% í 236 milljóna króna veltu. Bréf félagsins höfðu verið á talsverðu flugi frá því að tilkynnt var um kaup Bain Capital á 16,6% hlut í félaginu. Bréf félagsins standa nú í 1,58 krónum á hlut.

Eimskip hækkaði mest í dag, um 6,23%, í 355 milljóna króna veltu. Gengi hlutabréfa félagsins hafa hækkað um 24,7% frá því að tilkynnt var um sátt þess við Samkeppniseftirlitið og stendur nú í 358 krónum á hlut.

Þá hafa stjórnarmenn félagsins verið áberandi í kaupum á bréfum félagsins upp á síðkastið. Stjórnarmaðurinn Ólöf Hildur Pálsdóttir keypti hlutabréf í félaginu fyrir um 10 milljónir króna fyrr í dag og síðastliðinn föstudag keypti Baldvin Þorsteinsson , stjórnarformaður Eimskips, hlutabréf fyrir um 30 milljónir króna í félaginu.

Hagar hækkuðu næst mest í dag eða um 1,11% í 493 milljóna króna veltu. Stjórn Haga var ekki síður áberandi í viðskiptum dagsins en Finnur Oddsso n, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson , framkvæmdastjóri Bónuss, keyptu báðir bréf í félaginu fyrir um 10 milljónir króna í dag.