Hlutabréf Eimskips hafa verið á miklu flugi og hafa hækkað um rúmlega 90% frá upphafi októbermánaðar. Bréfin hafa hæst farið í 339 krónur síðla árs 2016. Frá þeim tíma hafa þau tekið að lækka og náðu sögulegu lágmarki í 125 krónum í apríl á þessu ári og hafa bréfin tvöfaldast frá þeim tíma.

Sjá einnig: Selur í Eimskipi fyrir 537 milljónir

Í desember sendi Eimskip frá sér jákvæða afkomutilkynningu þar sem búist er við mesta rekstrarhagnaði frá árinu 2012. Í kjölfarið hækkuðu bréf Eimskips um 9,5% en áætlað er að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á fjórða ársfjórðungi ársins verði 14 til 15,5 milljónir evra samanborið við 11,2 milljónir evra á sama fjórðungi fyrra árs. Vilhelm Már Þorsteinsson er forstjóri Eimskips.