Bréf finnska flugfélagsins Finnair lækkuð um 3,48% í dag og enduðu í 7,47 evrur á hlut. Bréf félagsins hafa ekki verið lægri síðan á miðju ári 2005.

FL Group er annar stærsti hluthafinn í Finnair, með 12,7% eignarhlut í félaginu þrátt fyrir að hafa selt 11,7% bréfa sinna í desember síðastliðnum. Þá var greint frá því að markaðsvirði þess hlutar sem var seldur hefði lækkað um 2,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi. Ljóst er að tap FL Group af þessari stöðu er orðið verulegt.