Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,57% í viðskiptum dagsins í dag. Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,25%, bréf Regins hækkuðu um 1,22% og bréf Marels um 0,77%. Bréf Fjarskipta lækkuðu aftur á móti um 2,29%, TM um 0,93% og VÍS um 0,50%. Greinilegt er að sumarið er hafið á markaði því velta á hlutabréfamarkaði var með minna móti í dag, eða um 152,5 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,17% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,25% en sá óverðtryggði hækkaði um 0,04%. Velta í viðskiptum með skuldabréf í vísitölunni nam 2,1 milljarði króna.