*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Erlent 5. júní 2020 11:50

Bréf flugfélaga taka á loft

Hlutabréf flugfélaga hafa hækkað talsvert, bæði í gær og það sem af er degi, eftir mikla lækkun á þessu ári.

Ritstjórn
Bréf American Airlines hækkuðu um rúm 41% í gær.

Hlutabréf nokkra helstu flugfélaga heims hækkuðu töluvert á Bandarísku kauphöllinni í gær. Hækkunin heldur áfram fyrir opnun Kauphallarinnar í dag.

Bréf American Airlines hækkuðu um rúm 41% í gær en hafa hækkuð um rúm 18% fyrir opnun Kauphallarinnar, þegar þessi grein er skrifuð. Bréf Delta Air Lines hækkuðu um tæplega 14% á markaði í gær en hafa hækkað um tæp 11% á fyrirmarkaði. Bréf United Airlines Holdings hækkuðu um rúm 16% á markaði í gær en hafa hækkað um rúm 14% á fyrirmarkaði það sem af er dags.

Ætla má að hækkunin komi í kjölfar aukinnar bjartsýnar meðal fjárfesta en þó nokkur lönd hafa tilkynnt um opnun landamæra sinna.