Gengi hlutabréfa Haga-samstæðunnar hækkaði um 2,14% í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa félagsins endaði í 31 krónu á hlut og hefur það aldrei verið hærra í lok dags. Miðað við dagslokaverðið nemur markaðsverðmæti Haga rúmum 36,9 milljörðum króna. Gengið hefur hækkað um rétt tæp 130% frá útboði með bréf félagsins í aðdraganda skráningar Haga á markað í desember árið 2011.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Eimskips um 0,76%, VÍS um 0,3% og Regins um 0,16%.

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,89%, Vodafone um 0,74% og Icelandair Group um 0,15%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,22% og endaði hún í 1.129 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam 438 milljónum króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf Eimskips eða upp á 158 milljónir.