Gengi hlutabréfa HB Granda endaði í 27,9 krónum á hlut á fyrsta viðskiptadegi með þau á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Það var 20 aurum yfir útboðsgengi með 27% hlut Arion banka og félaganna Fiskveiðahlutafélagsins Venusar og Vogunar um miðjan mánuðinn. Þá stóð gengi bréfanna í 27,7 krónum á hlut. Þetta jafngildir 0,7% hækkun. Þetta er hins vegar 10% lækkun á gengi bréfanna eins og þau stóðu í á First North-markaðnum.

Á þessum fyrsta viðskiptadegi voru 70 viðskipti með hlutabréfin fyrir tæpar 523,6 milljónir króna.

Lægst fór gengi bréfanna í 27,3 krónur á hlut en hæst í 28,05 krónur á hlut.