Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,09% í hlutabréfaviðskiptum dagsins, en þau náðu rétt rúmum 2 milljörðum króna.Vísitalan stendur nú í 1.719,72 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um sama hlutfall, og er hún nú í 1.236,92 stigum. Skuldabréfaviðskipti dagsins voru rétt um 5 milljarðar króna.

HB Grandi og N1 hækkuðu mest, Sjóvá Almennar lækkuðu mest

Gengi hlutabréfa HB Granda hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 4,18% í 369 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 27,40 krónur.

Næst mest hækkuðu bréf N1 í verði, eða um 2,08% í 294 milljón króna viðskiptum. Kostar hvert bréf félagsins nú 98,10 krónur.

Hlutabréf Sjóvá-Almennra trygginga lækkuðu mest í verði eða um 1,67% í rétt um 30 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 14,75 krónur.

Önnur bréf minnkuðu minna eða voru í mjög litlum viðskiptum.