Gengi hlutabréfa HB Granda hækkaði um 3,45% í veltu upp á 334 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta var bæði mesta gengishækkun dagsins og mesta veltan með hlutabréf á markaðnum. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Sjóvár um 1,66% og Eimskips um 1,3%. Þá hækkaði gengi bréfa Regins um 0,63% og Icelandair Group um 0,58%.

Á hinn bóginn lækkkaði gengi bréfa Haga um 1,18%, N1 um 0,95%, TM um 0,21% og VÍS um 0,12%.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,28% og endaði hún í rúmum 1.112 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam 1.046 milljónum króna.