Velta með hlutabréf í Kauphöllinni nam rúmum 3,4 milljörðum króna. Þar af nam velta með bréf í Eimskip 2918 milljónum króna. Eins og fram kom á VB.is í morgun seldi gamli Landsbankinn allan hlut sinn, samtals 5,4%, í Eimskip. Það útskýrir stærstan hluta af þessari miklu veltu með bréf félagsins.

Viðskipti með bréf Icelandair námu 193 milljónum króna og viðskipti með bréf TM námu 150 milljónum króna. Minni viðskipti var með bréf í öðrum félögum í Kauphöllinni.

Viðskipti með skuldabréf í Kauphöllinni í dag námu 2,2 milljörðum króna. Þar af námu viðskipti með óverðtryggð skuldabréf 1570 milljónum króna en viðskipti með verðtryggð skuldabréf námu 635 milljónum.

Afar fátítt er að velta með hlutabréf sé meiri en veltan með skuldabréf, en það skýrist eins og áður segir með viðskiptunum í Eimskip.