Hlutabréf í Fiat hækkuðu um 16,4% í gær og var lokaverð viðskipta 9,54 dollarar. Ástæðan er rakin til þess að daginn áður var tilkynnt að fyrirtækið hefði keypt 41,5% hlut í Chrysler. Eftir þessi viðskipti hefur Fiat eignast Chrysler að fullu.

Eftir hækkun hlutabréfanna í gær er gengi þeirra hærra en það hefur verið um tveggja og hálfs árs skeið, eða frá því í júlí 2011. Hlutabréfin eru skráð í kauphöllina í Mílanó, að því er fram kemur á vef USA Today.