*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 21. apríl 2015 16:10

Bréf í grískum bönkum á hraðri niðurleið

Innstæður í grískum bönkum hafa dregist saman úr 164 milljörðum evra í nóvember 2014 niður í 148 milljarða evra í byrjun janúar.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Verð á hlutabréfum í grískum bönkum hefur aldrei verið lægra og nú, í kjölfar fregna um að Seðlabanki Evrópu velti fyrir sér að klippa á lánalínur til þeirra. Hlutabréf í fjórum stærstu bönkum Grikkja lækkuðu í dag um fjögur prósent.

Í minnisblaði sem var unnið fyrir Evrópska Seðlabankann er lagt til að hámark verði sett á neyðaraðstoð við gríska banka sem hafa haldið í þeim lífi síðan ríkistjórn Syriza tók við í lok janúar á þessu ári.

Neyðaraðstoðin hefur staðið grískum bönkum til boða á meðan vinstristjórn Alexis Tsipras hefur reynt að semja um aðstoð Evrópusambandsríkja við grískt efnahagslíf, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Eitt af skilyrðunum er að grískir bankar haldist gjaldfærir, en innstæðueigendur hafa undanfarnar vikur keppst við að koma þeim undan.

Telegraph greinir frá.

Stikkorð: Grikkland