Útgerðarfyrirtækið HB Grandi hf. verður tekið til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland, á föstudagsmorgunn. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda hf., mun af því tilefni hringja bjöllunni við upphaf viðskipta.

Eins og fram hefur komið er HB Grandi fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð á markað eftir bankahrun. Um 25% hlutur í fyrirtækinu var seldur í útboði á dögunum.

Hlutabréf HB Granda hafa að undanförnu verið skráð á First North Iceland, en síðasti viðskiptadagur hlutabréfa HB Granda á þeim markaði er í dag.