Viðskipti með bréf í Högum námu 458 milljónum króna í dag og hækkaði gengi bréfa í félaginu um 1,37%. Ekkert félag hækkaði meira í Kauphöllinni en Hagar og langmest viðskipti voru með bréf í Högum.

Einnig voru mikil viðskipti með bréf í TM en þau námu 238 milljónum. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði um 0,31%. Að venju voru mikil viðskipti með bréf í Icelandair og Eimskipum, en viðskiptin na´mu 141 milljón með fyrrnefnda félagið og 132 milljónum með það síðarnefnda.

Uppgjör Haga fyrir þriðja ársfjórðung 2013 var birt í morgun. Hagnaður fyrirtækisins á fjórðungnum nemur um 800 milljónum. Hagnaður fyrirtækisins á fyrstu þremur fjórðungum nam 2,8 milljörðum.