Velta með bréf í Icelandair í dag nam 573 milljónum króna og hækkaði 0,98%. Velta með bréf í TM nam 172 milljónum og varð 0,17% lækkun á bréfum. Þá var 116 milljón króna velta með bréf í VÍS og 110 milljóna króna velta með bréf í Högum. Verð á bréfum í VÍS stóð nánast í stað en verð bréfa í Högum lækkaði um 0,73%.

Veltan á skuldabréfamarkaði nam rúmum sjö milljörðum króna, samkvæmt tölum GAMMA. Mest velta var með ríkisbréf í flokknum RIKS210414 en þau voru seld fyrir 1345 milljónir í dag.  Velta með bréf í flokkunum RB22 1026 og RB25 0612 var líka yfir milljarði króna í hvorum flokki.