Hlutabréf í samfélagssíðunni LinkedIn lækkuðu um 6% í viðskiptum i´gær eftir að uppgjör var birt. Afkomuspá fyrirtækisins geri ráð fyrir að tekjur verði á bilinu 2,06 til 2,08 milljarðar bandaríkjadala,  eða 230 233 milljarðar króna. Sérfræðingar á markaði höfðu aftur á móti búist við 2,1 milljarða dala, eða 235 milljarða króna, tekjum.

Þá nam tap fyrirtækisins 13,4 milljónum dala, eða 1,5 milljarði króna, á fyrsta fjórðungi ársins en hagnaður nam 22,6 milljónum dala, eða 2,5 milljörðum króna, fyrir ári.

Margir óttast að samfélagsmiðlar vaxi núna á mun minni hraða en áður var. Fyrr í þessari viku lækkaði gengi bréfa í Twitter um tæp 11% eftir að upplýst var að notendum síðunnar fjölgaði mun minna en búist var við.

BBC greindi frá.