Tvö skráð fyrirtæki birtu ársreikninga sína í gær og ber þess glögglega merki í viðskiptum í Kauphöll Íslands.

Gengi bréfa í Marel lækkaði um 2,76% í 338 milljóna króna viðskiptum i Kauphöll Íslands í dag. Niðurstaða ársreikningsins sem birtur var í gær sýndi að hagnaður dróst saman um 42% á milli ára.

Gengi bréfa í Össuri hf hækkaði hins vegar um 3,92% í 146 milljóna króna viðskiptum. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 8% í fyrra, samkvæmt ársreikningi.

Þá hækkaði gengi bréfa í Icelandair um 1,27% í 445 milljóna króna viðskiptum í dag.

Gríðarlega mikil velta var með skuldabréf í flokknum RIKB 19. Veltan nam 7,8 milljörðum króna og hækkaði ávöxtunarkrafan um 7 punkta. Sérfræðingar sem VB.is hefur rætt við telja líklegt að erlendur aðili hafi verið að selja bréf og það skýri þessa miklu veltyu.