*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. mars 2015 17:20

Bréf í TM og VÍS lækka mest í dag

Bréf í TM lækkuðu um 1,5% í dag og 1,25% í VÍS.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,15% í dag og endaði í 1.310,95 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 3,79%.

Gengi bréfa HB Granda hækkuðu mest þó lítillega eða um 0,67%. Bréf Marels hækkuðu þá um 0,66%.

Bréf í tryggingarfélögunum TM og VÍS lækkuðu mest í dag eða um 1,5% og 1,25%. Þá lækkuðu bréf í Icelandair um 0,93%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 742,7 milljónum krónum.