Gengi hlutabréfa Marel lækkaði um 1,12% í 53 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var bæði mesta gengislækkunin á markaðnum og mestu viðskiptin með hlutabréf í Kauphöllinni.

Þá lækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,91%, fasteignafélagsins Regins um 0,56% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,54%. Gengi bréfa Haga-samstæðunnar lækkaði á sama tíma um 0,23%.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,65%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,43% og endaði hún í 1.004,93 stigum.