Gengi hlutabréfa Icelandair hafði hækkað um 2,02% við lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni en samið var við flugfreyjur fyrri part dags. Fyrr í dag, áður en samningar náðust, hafði gengið lækkað um 1,76% og nemur því sveiflan um 3,78 prósentustigum. Talsverð velta var með hlutabréf Icelandair í dag eða 544 milljónir króna.

Gengi bréfa Sjóvá hækkaði um 0,24% í dag en á sama tíma lækkaði gengi bréfa N1 um 2,62%, Marel um 1,64%, HB Granda um 1,57%, auk þess sem gengi bréfa Eimskips lækkuðu um 1,50%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,06% og endaði hún í 1.153 stigum.