Gengi hlutabréfa Marel lækkaði um 1,41% í 10 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 0,85%. Gengi hlutabréfa félagsins hefur ekki verið hærra síðan félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu fyrir tveimur árum. Það stendur nú í 7,11 krónum á hlut og hefur hækkað um 103% á síðastliðnum tveimur árum. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfanna í tæpum 19,8 krónum á hlut fyrir þremur árum.

Gengislækkun bréfa Marel dró Úrvalsvísitöluna niður um 0,42% og endaði vísitalan í 999,01 stigi.