Gengi hlutabréfa Icelandair Group hélst átt í lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Það hækkaði um 5,76% strax í fyrstu viðskiptum eftir að samningar náðust við flugmenn félagsins. Velta með hlutabréf Icelandair Group námu 763 milljónum króna.

Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 1,13%, HB Granda um 0,98%, Marel um 0,47% og Eimskips um 0,41%.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa TM um 1,31%, VÍS um 1% og Regins um 0,31%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,99% og endaði hún í 1.165 stigum.