Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 0,77% í tæplega 180 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hlutabréfaveltan á annars daufum degi á markaðnum í dag. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,36% í 156 milljóna króna veltu. Gengi bréfa Icelandair Group endaði í 11,05 krónum í dag og hefur það ekki verið hærra síðan í mars árið 2009. Á þeim tíma var gengi bréfanna á hraðri niðurleið.

Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 0,31%

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,72% og Vodafone um 0,15%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% og endaði hún í 1.221,23 stigum. Heildarveltan á hlutabréfamarkaðnum nam um 450 milljónum króna, sem er í minni kantinum.