Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkkaði um 3,1% í rúmlega 600 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta veltan á markaðnum sem í heild nam rúmum 1,4 milljörðum króna.

Á sama tíma og gengi bréfa Icelandair Group rauk upp hækkaði gengi bréfa Marel um 2,65% og Eimskips um 2,2%. Þá hækkaði gengi bréfa Regins um 1,84% og Haga-samstæðunnar um 1,87%. Gengi bréfa Vodafone hækkaði um 0,3%. Veltan með hlutabréf Eimskips námu tæpum 344,7 milljónum króna og var það næst mesta veltan með hlutabréf í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,83% og endaði hún í 1.157,83 stigum.